Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. júlí 2015 22:45
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: BBC 
Calderon: Ramos vill fara til Man Utd
Ramos gæti yfirgefið CR7
Ramos gæti yfirgefið CR7
Mynd: Getty Images
Fyrrverandi forseti Real Madrid, Ramon Calderon, segir allt útlit fyrir að Sergio Ramos muni yfirgefa Madrídarliðið og ganga í raðir Man Utd.

Calderon var forseti Real Madrid frá 2006-2009 og hefur góða tengingu inn í félagið.

„Ég veit að Sergio (Ramos) bað stjórnina um að hlusta á tilboð frá Man Utd. Hann vill bara fara þangað”.

Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Ramos sé einungis að reyna að fá betri samning í Madrídarborg en Calderon telur það ekki vera tilfellið.

„Real Madrid er ekki í góðri stöðu í þessu máli. Eftir því sem tíminn hefur liðið hafa hlutirnir versnað. Þetta er ekki spurning um peninga. Honum finnst félagið ekki hafa sýnt sér næga ást”, segir Calderon.

Athugasemdir
banner
banner
banner