Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. maí 2016 21:14
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Veigar Páll kom af bekknum og sá um Fylki
Markalaust í Frostaskjóli
Veigar Páll gerði bæði mörk Stjörnunnar á þeim rúmu 20 mínútum sem hann fékk að spila.
Veigar Páll gerði bæði mörk Stjörnunnar á þeim rúmu 20 mínútum sem hann fékk að spila.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur síðustu leikjum 1. umferðar Pepsi-deildar karla var að ljúka þar sem Veigar Páll Gunnarsson var hetja Stjörnunnar gegn Fylki á meðan KR gerði markalaust jafntefli við Víking í Frostaskjólinu.

Staðan var markalaus, þrátt fyrir mikla yfirburði Stjörnumanna í Garðabæ, þegar Veigari Páli Gunnarssyni var skipt inná, ásamt Jeppe Hansen, á 69. mínútu.

Átta mínútum síðar fékk Ásgeir Eyþórsson rautt spjald fyrir að brjóta af sér rétt fyrir utan vítateig Fylkis og auðvitað gerði Veigar sig tilbúinn til að taka spyrnuna.

Veigar skoraði úr spyrnunni og bætti svo öðru marki við með skoti fyrir utan vítateig til að innsigla sigurinn gegn tíu leikmönnum Fylkis. Verðskuldaður sigur stjörnum prýddu liði Stjörnunnar.

Markalaust var hjá KR og Víkingi R. þegar Gary Martin mætti aftur í Frostaskjólið eftir félagaskiptin dramatísku í vetur.

Leikurinn var tíðindalítill og vonum við öll að Hólmberti Aroni Friðjónssyni, sóknarmanni KR, líði vel en hann var sendur úr Vesturbænum með sjúkrabíl eftir að hafa fengið högg á gagnaugað.

Stjarnan 2 - 0 Fylkir
1-0 Veigar Páll Gunnarsson ('78)
2-0 Veigar Páll Gunnarsson ('86)
Rautt spjald: Ásgeir Eyþórsson, Fylkir ('77)

KR 0 - 0 Víkingur R.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner