Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. janúar 2018 08:00
Elvar Geir Magnússon
Kári vill framlengja í Skotlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason vill snúa aftur til skoska félagsins Aberdeen þegar hann hefur lokið þátttöku með Íslandi á HM í Rússlandi í sumar.

Kári er 35 ára en núgildandi samningur hans við Aberdeen rennur út eftir tímabilið. Hann vonast til að viðræður við félagið um nýjan samning muni fara af stað bráðlega.

„Ég vonast klárlega eftir því að fá nýjan samning. Ég kann mjög vel við mig hér í Aberdeen og vona að ég fái framlengingu. Það hafa engar viðræður átt sér stað en vonandi fer það í gang á nýju ári," segir Kári við skoska fjölmiðla.

Hlé er á deildinni í Skotlandi en Aberdeen er í öðru sæti, átta stigum frá toppliði Celtic. Næsti leikur Aberdeen verður þann 23. janúar.

Kári á 64 landsleiki og fjögur mörk fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner