Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. desember 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Pulis ósáttur með að þurfa borga Palace 3,7 milljónir punda
Tony Pulis.
Tony Pulis.
Mynd: Getty Images
Tony Pulis, stjóri Crystal Palace, segist mjög ósáttur með það að hafa verið dæmdur til þess að borga fyrrum félagi sínu, Crystal Palace, 3.7 milljónir punda úr eigin vasa.

Ástæða þess að hann var dæmdur er sú að hann fékk tvær milljónir punda í bónusgreiðslur, en hætti með félagið örfáum dögum síðar. Forráðamenn Palace voru ósáttir við þetta og fóru í mál við þjálfarann geðþekka.

Pulis segist vonsvikinn með dómsúrskurðinn, en nú verði hann að halda áfram.

„Ég er virkilega vonsvikinn með útkomuna," sagði Pulis. „En þetta er búið og gert. Ég verð að halda áfram og við verðum að halda áfram."

„Ég átti tíu frábæra mánuði hjá Crystal Palace. Ég á frábærar minningar þaðan og ekkert mun taka það frá mér. En ég verð að halda áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner