Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 04. febrúar 2016 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Atletico: Gerum allt til að fá Costa aftur
Diego Costa hefur gert 28 mörk í 45 deildarleikjum hjá Chelsea.
Diego Costa hefur gert 28 mörk í 45 deildarleikjum hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, segir að félagið hafi mikinn áhuga á að fá Diego Costa, sóknarmann Chelsea, aftur í sínar raðir.

Costa gerði 43 mörk í 94 deildarleikjum á tíma sínum hjá Atletico og hefur markaskorunin gengið betur frá komunni til Chelsea.

„Við eigum í mjög góðum samskiptum við fyrrverandi leikmenn okkar og það gildir einnig um Diego Costa," sagði Cerezo við spænsku útvarpsstöðina COPE.

„Costa er stórkostlegur leikmaður en hann er samningsbundinn Chelsea. Við ætlum að gera allt í okkar valdi til að fá hann aftur, en það veltur því miður ekki á okkur, heldur hvort Chelsea sé reiðubúið til að skoða félagsskipti eða ekki."

Jackson Martinez átti að vera aðalmaðurinn í sóknarleik Atletico á tímabilinu, en var seldur til Guangzhou Evergrande á 32 milljónir punda eftir að hafa aðeins gert 3 mörk í 15 deildarleikjum. Sá peningur á að fjármagna kaupin á Costa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner