Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 04. febrúar 2016 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guidolin: Mikilvægt að fá Pep í úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Francesco Guidolin, ítalskur knattspyrnustjóri Swansea, er einn af þrettán erlendum stjórum ensku úrvalsdeildarinnar.

Guidolin segist vera ánægður með að Pep Guardiola sé á leið í úrvalsdeildina til að taka við Manchester City og segir það mikilvægt skref fyrir deildina.

„Ég er mjög ánægður með hann sé að koma í úrvalsdeildina," sagði Guidolin.

„Í fyrra skoðaði ég æfingasvæði Bayern München og ræddi við Pep. Hann var mjög almennilegur og er mikilvægur partur af knattspyrnuheiminum.

„Það er mjög mikilvægt fyrir úrvalsdeildina að fá bestu stjóra heims til sín."

Athugasemdir
banner
banner
banner