Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. maí 2016 10:45
Elvar Geir Magnússon
Segir að Vardy hafi mætt fullur á æfingu
Vardy hefur raðað inn mörkum fyrir Leicester.
Vardy hefur raðað inn mörkum fyrir Leicester.
Mynd: Getty Images
Aiyawatt Srivaddhanaprabha, varaformaður Leicester, viðurkennir í viðtali í Tælandi að hann hafi verið mótfallinn því í fyrstu að sóknarmaðurinn Jamie Vardy yrði keyptur frá Fleetwood Town.

„Ég hafði ekki trú á því að hann hefði það sem þyrfti til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Daginn sem við keyptum hann kom hann til mín og þakkaði mér fyrir að hafa breytt lífi sínu. Hann hafði aldrei fengið eins mikið borgað svo hann var þegar í sjöunda himni," segir Aiyawatt.

„Hann byrjaði að drekka áfengi á hverjum degi og við vissum ekki hvað gera ætti. Ég vissi ekki af þessu fyrr en einhver benti mér á að hann hefði mætt fullur á æfingu. Hann sagðist ekki vita hvað hann ætti að gera við líf sitt. Hann hefði aldrei þénað eins mikið."

„Ég spurði hann: Hverjir eru draumar þínir? Hvernig finnst þér að líf þitt ætti að vera? - Eftir það hætti hann að drekka og fór að leggja sig allan fram á æfingum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner