Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. mars 2018 19:22
Hrafnkell Már Gunnarsson
Franskur fjölmiðill segir Lemar færast nær Liverpool
Mynd: Getty Images
Liverpool eru sagt vera nálægt því að krækja í Thomas Lemar leikmann Mónakó í sumar. Þessi franski landsliðsmaður hefur verið orðaður við Liverpool lengi og er talinn arftaki Philippe Coutinho sem fór til Barcelona núna í janúar.

Le 10 Sport í Frakklandi telur að samkomulag á milli Liverpool og Mónakó sé nánast í höfn, Mónakó sé þá tilbúið að sleppa honum þegar sumarglugginn opnar.

Liverpool og Arsenal hafa verið í eltingarleik við Lemar lengi vel. Arsenal komst næst því að landa honum á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar. Það varð hins vegar ekkert af því á endanum og var Lemar áfram hjá Mónakó.

Lemar var frábær í fyrra með Mónakó þegar liðið vann frönsku úrvalsdeildina og komast langt í Meistaradeildinni.

Lemar hefur ekki verið jafnheitur í ár, þrátt fyrir það hefur hann skorað tvö mörk og er með átta stoðsendingar í frönsku úrvalsdeildinni það sem af er þessu tímabili.

Talið er að verðmiðinn á Lemar sé í kringum 90 milljónir punda.

Liverpool hefur verið eitt besta sóknarlið Evrópu í vetur, ef ekki bara það besta. Það verður fróðlegt að sjá hvernig áhrif Lemar myndi hafa á þetta Liverpool lið ef þeim tekst að landa honum.

Nú verður bara að bíða og sjá hvort Lemar verður næstur í röðinni.

Liverpool er nú þegar búið að kaupa einn leikmann fyrir sumarið, Naby Keita frá RB Leipzig og kemur hann í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner