Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 07. ágúst 2017 21:45
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 15. sæti: Crystal Palace
Lykilmaðurinn.
Lykilmaðurinn.
Mynd: Getty Images
Frank de Boer, stjóri Palace.
Frank de Boer, stjóri Palace.
Mynd: Getty Images
Ruben Loftus-Cheek kom á láni frá Chelsea.
Ruben Loftus-Cheek kom á láni frá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Yohan Cabaye.
Yohan Cabaye.
Mynd: Getty Images
Flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni á föstudagskvöld. Í vikunni kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Crystal Palace hafnar í 15. sæti í spánni.

Lokastaða síðasta tímabils: 14. sæti
Markahæstur á síðasta tímabili: Christian Benteke (17)

Kemst Ajax stíllinn á Palace?
Við hverju má búast hjá Palace? Undir stjórn Tony Pulis og Neil Warnock var þetta lið sem fór langt á hörkunni áður en Alan Pardew kom inn til að koma með krydd í sóknarleikinn. Á síðasta tímabili þurfti Stóri Sam Allardyce að leita aftur í grunngildin til að koma í veg fyrir fall úr úrvalsdeildinni.

Það var óvænt ákvörðun þegar Stóri Sam ákvað að ganga frá borði í maí og stjórnarformaðurinn Steve Parish þurfti að taka stóra ákvörðun um hvert næsta skref félagsins ætti að vera. Á endanum var það Frank de Boer sem fékk stjórnartaumana.

Búist er við því að De Boer komi með sóknarþenkjandi hugarfar sem færði honum Hollandsmeistaratitilinn fjórum sinnum á fimm árum sem stjóri Ajax.

Í Jason Puncheon og Yohan Cabaye er hann með miðjumenn sem geta fundið glufur á vörn andstæðingana auk þess sem hæfileikar Wilfried Zaha og hraði hins beinskeytta Andros Townsend eru vopn sem ættu að skapa færi fyrir hinn öfluga Christian Benteke í fremstu víglínu.

Helmingur marka Palace á síðasta tímabili komu frá Benteke og Zaha. Þetta eru hlekkir sem ekki mega alls ekki fara á meiðslalistann nema markaskorun fari að dreifast betur innan liðsins.

Stjórinn: Frank de Boer
De Boer var látinn fara frá Inter eftir 85 daga í starfi en hjá Crystal Palace þarf hann meiri þolinmæði til að koma sínu handbragði að. Parish formaður er þó óhræddur við að láta menn taka pokann sinn ef illa gengur. Parish hefur ráðið og rekið sex stjóra á fimm tímabilum.

Hvað þarf að gerast?
Varnarleikurinn er klárlega áhyggjuefni hjá liðinu. Liðið fékk 63 mörk á sig í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og sú tala hefði verið hærri hefði Mamadou Sakho ekki komið á láni. Það er klárlega þörf á að bæta gæðin í öftustu línu. Svo þarf að skoða föstu leikatriðin sem liðið var þekkt fyrir að vera öflugt í. Liðinu gekk illa í föstum leikatriðum, bæði varnar- og sóknarlega, á síðasta tímabili. Verk að vinna á æfingssvæðinu.

Lykilmaður: Wilfried Zaha
Þessi 24 ára leikmaður hefur þroskast mikið, bæði innan sem utan vallar, síðan hann kom aftur til Palace. Zaha varð faðir á síðasta ári. Sjö mörk og níu stoðsendingar á síðasta tímabili sem var hans besta persónulega til þessa. Þegar hann spilar vel þá spilar Palace vel.

Fylgist með: Luka Milivojevic
Það er ekki líklegt að þú vitir mikið um þennan serbneska miðjumann en það verður spennandi að sjá hvort hann taki við keflinu frá síðustu leiktíð. Kom í janúarglugganum og hefur litið frábærlega út síðan hann fór í búning Palace. Er þegar orðinn mikilvægur hlekkur í liðinu.

Komnir:
Ruben Loftus-Cheek (Chelsea) Lán
Jairo Riedewald (Ajax)

Farnir:
Steve Mandanda (Marseille)

Þrír fyrstu leikir: Huddersfield (H), Liverpool (Ú) og Swansea (H)

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. Crystal Palace 65 stig
16. Watford 40 stig
17. Burnley 33 stig
18. Brighton 31 stig
19. Huddersfield 24 stig
20. Swansea 16 stig

Spámennirnir: Alexander Freyr Einarsson, Arnar Geir Halldórsson, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson og Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner