Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. nóvember 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Moyes: Hungraður í að gera rétta hluti
Moyes hefur verið í basli undanfarin ár.
Moyes hefur verið í basli undanfarin ár.
Mynd: Getty Images
David Moyes, nýráðinn stjóri West Ham, segist persónulega vilja sýna hvað í sér býr hjá nýju félagi eftir erfið ár. Moyes hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðan hann hætti hjá Everton árið 2013.

Moyes náði ekki að klára heilt tímabil með Manchester United og þá var hann einungis eitt ár í starfi hjá Real Sociedad á Spáni áður en hann tók við Sunderland þar sem hann var innan við ár við stjórnvölinn áður en hann var rekinn eftir fall í vor.

„Það var bara í síðasta starfi (hjá Sunderland) sem mér fannst þetta ekki vera gott skref og ég naut þess ekki að vera þar. Ég er hungraður í að gera rétta hluti núna," sagði Moyes.

„Ég veit ekki um neinn stjóra sem hefur ekki farið í gegnum neikvæð tímabil, sérstaklega eins og leikurinn er í dag. Ég vona að þetta gefi mér mikinn styrk og skilning á því sem ég þarf að gera."

„Einbeitingin er algjörlega á því sem gerist frá og með núna og út tímabilið. Það fyrsta sem þarf að gera er að vinna næsta leik og byggja ofan á það. Ég er viss um að við verðum í betri stöðu áður en langt um líður."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner