Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. nóvember 2017 16:00
Magnús Már Einarsson
Mason ætlar að snúa aftur eftir höfuðkúpubrotið
Atvikið í janúar.
Atvikið í janúar.
Mynd: Getty Images
Ryan Mason, miðjumaður Hull, vonast til að snúa aftur á fótboltavöllinn á næsta ári eftir langa fjarveru.

Mason höfuðkúpubrotnaði eftir skallaeinvígi við Gary Cahill í leik gegn Chelesa í janúar.

Um tíma var óttast um líf Mason en hann hefur unnið að endurkomu sinni á fótboltavöllinn undanfarna mánuði.

Petr Cech, markvörður Arsenal, höfuðkúpubrotnaði í leik með Chelsea gegn Reading árið 2006 en hann hefur rætt mikið við Mason um meiðslin.

„Það er ekkert leyndarmál hversu mikið Petr hefur hjálpað mér og fjölskyldu minni. Hann leitaði okkur uppi og sagði okkur að allt það sem við værum að ganga í gegnum væri eðlilegt þegar svona meiðsli koma upp," sagði Mason.
Athugasemdir
banner