Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. apríl 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Sam ætlar að ræða við Rooney eftir skiptinguna
Rooney var ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli.
Rooney var ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Everton, ætlar að setjast niður með Wayne Rooney á næstu dögum og ræða viðbrögð hans við skiptingunni í grannaslagnum gegn Liverpool um helgina.

Sam tók Rooney af velli á 57. mínútu leiksins við litla hrifningu frá leikmanninum sjálfum. Hinn 32 ára Rooney var mjög reiður þegar hann var tekinn af velli og sást öskra ókvæðisorð á bekknum.

„Vonbrigði Wayne lágu í því að hann er Everton maður í gegn og hefur verið allt sitt líf. Hann spilaði sinn fyrsta leik með Everton 16 ára og var að spila í frábærum grannaslag gegn Liverpool á sínum velli þegar stjórinn hans tók hann út af," sagði Allardyce.

„Það var of mikið fyrir hann og hann þurfti að sýna reiði sína."

„Við setjumst niður í vikunni, ræðum þetta og sjáum hvernig honum líður. Ég er viss um að hann hefur róað sig aðeins niður núna."

Athugasemdir
banner
banner
banner