Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 09. september 2014 15:00
Magnús Már Einarsson
Robbie Fowler sækir um að taka við Leeds
Mynd: Getty Images
Robbie Fowler, fyrrum framherji Liverpool, hefur sótt um að gerast knattspyrnustjóri hjá Leeds United.

Fowler skoraði á sínum tíma 183 mörk fyrir Liverpool en hann er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins.

Fowler fór til Leeds á tólf milljónir punda árið 2001 en þar skoraði hann 14 mörk í 33 leikjum áður en hann fór til Manchester City.

Fowler hefur nú sótt um að taka við Leeds en knattspyrnustjórastaðan er laus eftir að David Hockaday var rekinn á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner