Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 09. október 2017 20:47
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Írar stálu umspilssæti af Wales
Mynd: Getty Images
Ísland hefur tryggt sér þátttökurétt á HM í fyrsta sinn í knattspyrnusögunni. Strákarnir okkar lögðu Kósóvó í kvöld og tryggðu sig þannig til Rússlands.

Ísland endar því í fyrsta sæti I-riðils og Króatía endar í öðru sæti eftir góðan sigur í Úkraínu. Króatía fer í umspil.

Finnland náði þá jafntefli gegn Tyrklandi og augljóslega uppsveifla í gangi þar eftir sigur gegn Íslandi og Kósóvó og jafntefli í Króatíu í síðustu leikjum.

Írland rændi öðru sætinu af Wales í D-riðli. James McClean gerði eina mark Íra snemma í síðari hálfleik. Heimamenn í Wales stjórnuðu leiknum en þeim tókst ekki að klára færin sín.

Serbar tryggðu sér toppsætið með sigri gegn Georgíu og eru Írar í umspilssæti eftir sigurinn.

I-riðill:
Ísland 2 - 0 Kósóvó
1-0 Gylfi Sigurðsson ('40)
2-0 Jóhann Berg Guðmundsson ('68)

Úkraína 0 - 2 Króatía
0-1 Andrej Kramaric ('62)
0-2 Andrej Kramaric ('70)

Finnland 2 - 2 Tyrkland
0-1 Cenk Tosun ('57)
1-1 P. Arajuuri ('76)
1-2 Cenk Tosun ('84)
2-2 J. Pohjanpalo ('88)

D-riðill:
Serbía 1 - 0 Georgía
1-0 N. Gudelj ('74)

Wales 0 - 1 Írland
0-1 James McClean ('57)

Moldavía 0 - 1 Austurríki
0-1 L. Schaub ('69)
Rautt spjald: A. Ionita ('55, Moldavía)

G-riðill:
Ísrael 0 - 1 Spánn
0-1 Asier Illarramendi ('76)

Albanía 0 - 1 Ítalía
0-1 Antonio Candreva ('73)

Makedónía 4 - 0 Liechtenstein
1-0 V. Musliu ('36)
2-0 A. Trajkovski ('38)
3-0 E. Bardhi ('66)
4-0 A. Ademi ('68)
Athugasemdir
banner
banner