Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. desember 2017 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moyes: Væri til í að spila eins og Chelsea
Moyes var mjög ánægður með sigurinn.
Moyes var mjög ánægður með sigurinn.
Mynd: Getty Images
„Sigurinn, andinn í liðinu, hvernig við unnum saman og grundvallaratriðin, þetta gladdi mig allt mjög í dag," sagði kampakátur David Moyes þegar var rætt var við hann eftir 1-0 sigur West Ham á Englandsmeisturum Chelsea í dag.

„Við vildum reyna að skapa vandræði fyrir þá, við vissum að þeir yrðu meira með boltann og við yrðum því að vera vel skipulagðir, sem við svo vorum," sagði Moyes.

Marko Arnautovic gerði sigurmark West Ham.

„Marko hefur verið að standa sig vel. West Ham keypti hann til að skora mörk og búa til mörk, og hann er farinn að gera það, en það sem ég hef meiri áhuga á er liðsframmistaðan."

„Við tókum mikið úr leiknum gegn Manchester City, við gátum litið á frammistöðuna þar með jákvæðum augum."

„Ég væri til í að spila eins og Chelsea, fótboltinn þeirra var
magnaður. Vonandi getur framtíðarlið mitt hér hjá West Ham spilað svona,"
sagði Moyes að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner