Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 10. ágúst 2017 20:00
Brynjar Ingi Erluson
PSG ætlar ekki að fá Mbappe í þessum glugga
Kylian Mbappe Lottin í leik með Mónakó
Kylian Mbappe Lottin í leik með Mónakó
Mynd: Getty Images
Franska stórliðið Paris Saint-Germain ætlar sér ekki að kaupa Kylian Mbappe Lottin frá Mónakó í þessum glugga. Þetta herma heimildir Goal.com.

PSG hefur nú þegar slegið öll met með því að kaupa brasilísku stórstjörnuna Neymar frá Barcelona á 220 milljónir evra og er því nánast ómögulegt fyrir félagið að bæta við sig fleiri leikmönnum ef það ætlar að standast reglugerðir UEFA og FIFA.

Félagið þarf líklega að losa sig við nokkra leikmenn frá félaginu en Mbappe hefur verið orðaður við PSG síðustu daga.

Hann kemur til með að kosta um það bil 100 til 150 milljónir evra en forseti PSG er í góðu sambandi við Mbappe og hefur tjáð honum það að hann er á blaði hjá þeim fyrir næsta sumar.

Líklegt er að Mbappe verður í það minnsta eitt tímabil til viðbótar hjá Mónakó áður en hann flytur á nýjan áfangastað næsta sumar. Þá hafa Real Madrid, Barcelona, Arsenal og Liverpool öll verið á höttunum eftir honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner