Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 10. desember 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Robben til Man Utd?
Powerade
Robben er í slúðurpakka dagsins.
Robben er í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Liverpool vill fá Cech.
Liverpool vill fá Cech.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg af slúðri úr enska boltanum í dag enda styttist í að félagaskiptaglugginn opni á nýjan leik.



Louis van Gaal, stjóri Manchester United, vonast til að fá hollenska miðjumanninn Kevin Strootman (24) frá Roma. (Daily Telegraph)

Van Gaal hefur blásið á raddir þess efnis að hann þurfi að styrkja vörnina í janúar. (Daily Express)

Manchester United er í bílstjórasætinu í baráttunni um Enzo Perez (28) miðjumann Benfica. Perez kostar 25 milljónir punda en Valencia hefur ekki efni á að fá hann í sínar raðir þrátt fyrir mikinn áhuga. (Talksport)

Van Gaal vonast einnig til að fá Arjen Robben (30) frá FC Bayern í janúar. (Daily Express)

Liverpool er ennþá að skoða Petr Cech (32) markvörð Chelsea og Asmir Begovic (27) hjá Stoke en þeir gætu tekið við af Simon Mignolet (26). Timo Horn (21) mun aftur á móti ekki koma til Liverpool frá Köln. (Daily Mail)

Joao Moutinho (28), miðjumaður Monaco, gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina en Chelsea, Arsenal og Manchester United hafa sýnt áhuga á að kaupa hann á 30 milljónir punda. (Daily Express)

Crystal Palace gæti reynt að fá John Ruddy (28) markvörð Norwich í sínar raðir í janúra. (Daily Mirror)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, segir að starf sitt sé ekki hættu ef að liðið kemst ekki áfram í Meistaradeildinni í kvöld. (Guardian)

Sergio Aguero verður frá keppni í allt að átta vikur vegna hnémeiðsla. (Independent)

Robin van Persie (31) hefur varað Liverpool við að hann sé í toppformi fyrir leik liðanna á sunnudag. (Sun)

Alex Oxlade-Chamberlain, miðjumaður Arsenal, segist þurfa að skora meira en hann hefur einungis skorað tvö mörk á tímabilinu. (Sky Sports)

David Luiz (27) segist hafa tekið góða ákvörðun með því að fara frá Chelsea til PSG í sumar. (Daily Mirror)

Sol Campbell (40) gæti verið á leið í þjálfarateymi Ajax. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner