Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. janúar 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho peppar stuðningsmenn: Ekki eins og leikhús
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill sjá stuðningsmenn liðsins stíga upp í leiknum gegn erkifjendunum í Liverpool á sunnudag.

Manchester United lagði Hull 2-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær. Mourinho var ekki nógu ánægður með stuðninginn í leiknum og hann vill sjá meira gegn Hull.

„Gegn Liverpool verður þetta ekki eins og heimsókn í leikhús. Komið og takið þátt með okkur," sagði Mourinho í skilaboðum til stuðningsmanna.

„Þetta er sérstakur leikur fyrir okkur. Ef við spilum spennandi fótbolta þá koma stuðningsmennirnir á völlinn og spila með okkur. Þegar við spilum ekki af krafti þá er eðlilegt að stuðningsmennirnir séu ekki svo háværir."

„Við eigum ótrúlega stuðningsmenn sem styðja við bakið á okkur. Allir elska stórleiki, leikmenn, stjórar og stuðningsmenn. Gerum þetta saman á sunnudaginn."


Leikurinn á sunnudaginn hefst klukkan 16:00 en með sigri gæti Manchester United blandað sér ennþá betur í toppbaráttuna.
Athugasemdir
banner