Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. febrúar 2016 17:30
Elvar Geir Magnússon
Sonur George Weah raðar inn mörkum
Mynd: Getty Images
Timothy Weah, 15 ára sóknarmaður PSG, skoraði fimm mörk fyrir U17 ára lið franska félagsins þegar liðið vann Shanghai Shenhua 13-0.

Pabbi hans er sjálfur George Weah, besti fótboltamaður Líberíu frá upphafi. Hann vann gullknöttinn 1995 en á ferlinum raðaði hann inn mörkum fyrir Monaco, Paris Saint-Germain og AC Milan.

George Weah spilaði um stutt skeið á Englandi en á meðfylgjandi mynd má sjá hann í leik með Chelsea um aldamótin síðustu.

Nú eru vísbendingar um að sonurinn Timothy geti fetað í fótspor föðurs síns.

Hér að neðan má sjá mörkin fimm hjá Timothy og viðtal við strákinn.




Athugasemdir
banner
banner
banner