Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. mars 2018 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Rooney mun ekki taka næstu vítaspyrnu Everton - Er komið að Gylfa?
Tekur Gylfi Þór stöðuna af Wayne Rooney sem vítaskytta Everton?
Tekur Gylfi Þór stöðuna af Wayne Rooney sem vítaskytta Everton?
Mynd: Getty Images
Everton hafði betur gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær, 2-0.

Wayne Rooney hefði getað komið Everton í 3-0 undir lok leiksins þegar hann fór á vítapunktinn, hann misnotaði hins vegar vítaspyrnuna.

Sam Allardyce sagði í viðtali eftir leikinn að Rooney fengi ekki að taka næstu vítaspyrnu Everton, og minntist meðal annars á að Gylfi væri einn af þeim sem koma til greina til að taka næstu vítaspyrnu.

Það er því spurning hvort það verði Gylfi Þór Sigurðsson sem stígur næst á vítapunktinn hjá Everton en eins og við Íslendingar vitum vel eru fáir öruggari en Gylfi á vítapunktinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner