Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   fös 11. ágúst 2017 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds.: Menn eru enn að jafna sig og gleðjast yfir þjóðhátíð
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV
Mynd: Raggi Óla
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, er brattur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH sem fer fram klukkan 16:00 á morgun á Laugardalsvelli.

„Mér sýnist á hópnum að við verðum í fínu sjálfstrausti að fara inn í þennan leik. Við náum að einangra bikarleikina frá deildinni það vel að við náum ekki einu sinni að vinna deildarleikina, neinei smá grín, en deildin truflar ekkert og stemningin sem við náðum upp á móti Stjörnunni var góð og ég hef trú á því aftur að við náum því upp aftur," sagði Kristján við Fótbolta.net.

FH hefur unnið titilinn aðeins tvisvar sinnum, árið 2007 og 2010 en liðið hefur ekki verið áskrifandi að bikarúrslitaleikjum síðustu ár á meðan ÍBV er að fara í annan úrslitaleikinn sinn í röð.

„FH er komið í gírinn sinn. Um leið og þeir byrja að spila Evrópuleikina þá sjáum við rétta FH-liðið. Það fer allt í gang og þeim líður vel með það sem þeir eru að gera. Þeir eru að spila mun hraðari fótbolta en þeir voru að gera fyrr í sumar, það fylgir Evrópukeppninni þegar þú ert að mæta hraðari og sterkari liðum."

Kristján Flóki Finnbogason og Steven Lennon hafa verið sjóðheitir í sumar og verða verðugt verkefni fyrir ÍBV.

„Það er verkefni í hverjum einasta leik að mæta heitum framherjum en þeir eru virkilega góðir og Lennon hefur vakið mikla athygli enda sennilega einn af bestu mönnum í deildinni og Flóki gefst aldrei upp, sívinnandi og skorar sín mörk, stór og sterkur," sagði hann ennfremur.

Hann var ekkert sérstaklega ánægður með tímasetninguna á úrslitaleiknum.

„Helgina eftir Þjóðhátíð er ekkert svaka sniðugt. Fólk er að koma til baka úr fríum og annað en þetta hefði mátt vera einni viku seinna og þá hefði meira að segja orðið minni röskun á Íslandsmótinu. Við vorum að taka tjöldin niður úr dalnum í gær, þannig menn eru enn að jafna sig og gleðjast yfir Þjóðhátíðinni," sagði hann.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner