Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. október 2017 14:33
Elvar Geir Magnússon
Fótboltalýsandi gekk út í miðjum leik vegna dómgæslunnar
Lífið í sjónvarpsbransanum getur komið á óvart.
Lífið í sjónvarpsbransanum getur komið á óvart.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Rússneskur fótboltalýsandi var svo reiður yfir ákvörðun dómara að hann gekk út í miðjum leik. Það sem eftir lifði leiksins voru umhverfishljóðin eina sem sjónvarpsáhorfendur heyrðu.

Í leik milli Torpedo Vladimir og Tekstilshchik Ivanovo braut markvörður Ivanovo á sóknarmanni innan vítateigs. Dómarinn taldi þó að brotið hafi verið fyrir utan teig og dæmdi ranglega aukaspyrnu.

Lýsandinn Vladimir Nikolsky varð svo reiður yfir þessari ákvörðun að hann lét gamminn geysa og hraunaði yfir gæðin í dómgæslunni. Hann sagði að dómarinn væri skömm fyrir fótboltann áður en hann gekk út.

Í viðtali við rússnesku sjónvarpsstöðina RT sagðist Nikolsky ekki sjá eftir gjörðum sínum.

Hann er starfsmaður Torpedo Vladimir en félagið er í rússnesku C-deildinni. Þar eru reglur um að félögin sjái sjálf um útsendingar frá heimaleikjum sínum. Það gerir að verkum að sjónvarpsfyrirtæki þurfa ekki að ferðast langar vegalengdir um Rússland og þá hafa ástríðufullar lýsingar stuðlað að betra áhorfi.

Forseti Torpedo Vladimir kemur Nikolsky til varnar og hefur ekki farið fram á afsökunarbeiðni.

„Hann er ekki bara starfsmaður félagsins, hann er líka stuðningsmaður eins og ég. Nikolsky gerði allt rétt. Félagið og stuðningsmenn standa með honum," segir forsetinn, Valery Puzanov.


Athugasemdir
banner
banner
banner