Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 12. október 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Erlendu leikmennirnir ekki áfram hjá Keflavík
Chuck er á förum.
Chuck er á förum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Keflavík ætlar ekki að framlengja samninga við erlendu leikmennina sem spiluðu með liðinu í sumar. Jón G. Benediktsson, nýráðinn formaður knattspyrnudeildar, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Um er að ræða þá Farid Zato, Chukwudi Chijindu, Martin Hummervoll, Paul Bignot og Sammy Hernandez.

Erlendu leikmennirnir ollu vobrigðum þegar Keflavík endaði í botnsæti Pepsi-deildarinnar í sumar en spænski varnarmaðurinn Kiko Insa og hollenski markvörðurinn Richard Arends voru einnig sendir heim í júlí.

„Við munum vanda valið betur ef farið verður út í einhvern erlend leikmannaviðskipti á næsta ári," sagði Jón.

Farid, Chuck, Hummervoll og Bignot komu allir til Keflavíkur í júlí. Hummervoll var þeirra sprækastur en hann skoraði þrjú mörk í níu leikjum. Þessi ungi Norðmaður var í láni frá Viking.

Sammy Hernandez kom til Keflavíkur í vor en hann spilaði áður með Víkingi Ólafsvík 2013 og 2014. Hann hefur núna samið við Orihuela í spænsku D-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner