Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. febrúar 2016 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: MBL 
Guardiola mun klæðast 66° Norður næsta haust
Mynd: Getty Images
Vefsvæði Morgunblaðsins greindi frá því á dögunum að Pep Guardiola, núverandi þjálfari Bayern München og verðandi stjóri Manchester City, mun ganga í flíkum frá 66° Norður frá og með næsta hausti.

Pep er með samning við efnaframleiðandann Gore, sem er í samstarfi við 66° Norður og þar af leiðandi mun spænski þjálfarinn klæðast flíkum íslenska fyrirtækisins.

Guardiola mun klæðast flíkum úr efnum Gore fyrirtækisins næstu fjögur árin og segist hlakka til að máta nýju flíkurnar.

Flíkurnar eru væntanlegar í verslanir næsta haust en þegar er búið að sýna nokkrar þeirra á ISPO útivistarsýningunni.
Athugasemdir
banner
banner