Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. apríl 2018 10:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þórir Jóhann úr Haukum í FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðjumaðurinn efnilegi Þórir Jóhann Helgason hefur ákveðið að skipta yfir úr Haukum í FH.

Hann mun spila sinn fyrsta leik fyrir FH á eftir, þegar liðið mætir Leikni R. í æfingaleik.

Sjá einnig:
Twitter - Óli Kristjáns leitar að dómara

Þórir Jóhann er á 18. aldursári en hann hefur spilað upp alla yngri flokkana hjá nágrönnum FH í Haukum.

Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki síðasta sumar þegar hann spilaði níu leiki í Inkasso-deildinni með Haukum. Hann lék auk þess einn leik í bikarkeppninni.

Núna hefur hann ákveðið að fara yfir í FH og spila í Pepsi-deildinni. Fyrsti leikur FH í deildinni er gegn Grindavík 28. apríl.

Komnir:
Edigerson Gomes Almeida frá Henan Jianye á láni
Egill Darri Makan frá Breiðabliki
Geoffrey Castillion frá Víkingi R.
Guðmundur Kristjánsson frá Start
Hjörtur Logi Valgarðsson frá Örebro
Kristinn Steindórsson frá GIF Sundsvall
Rennico Clarke frá Portland Timbers
Viðar Ari Jónsson frá Brann á láni
Zeiko Lewis frá New York Red Bulls
Þórir Jóhann Helgason frá Haukum

Farnir:
Böðvar Böðvarsson til Jagiellonia Białystok (Pólland)
Bergsveinn Ólafsson í Fjölni
Emil Pálsson til Sandefjord
Guðmundur Karl Guðmundsson í Fjölni
Jón Ragnar Jónsson hættur
Kassim Doumbia til Maribor
Matija Dvornekovic
Athugasemdir
banner
banner
banner