Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 29. september 2017 12:43
Magnús Már Einarsson
Hjörtur Logi: Það verður samkeppni
Hjörtur Logi í leik með FH árið 2010.
Hjörtur Logi í leik með FH árið 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
„Ég er að klára samninginn hjá Örebro og fór að skoða hvað ég vil gera. Ég vissi af áhuga FH frá því í sumar og þeir komu alltaf sterklega til greina. Þegar fór að líða á tímabilið fannst mér besta skrefið að kíkja heim og fara í FH. Ég er mjög sáttur með að það sé komið í hús," sagði HJörtur Logi Valgarðsson við Fótbolta.net í dag en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH.

Hjörtur Logi fór frá FH eftir sumarið 2010 en hann hefur síðan þá spilað með Gautaborg, Sogndal og Örebro. Hann segist koma sáttur heim.

„Ég er mjög sáttur. Ég hef verið í 6-7 ár úti og hef ekki náð að taka skrefið frá Skandinavíu. Það leit ekki út fyrir að það væri að fara að gerast núna og þá fannst mér fínt að fá nýja áskorun með því að koma aftur heim í FH og stefna á að vinna titla með þeim."

Böðvar Böðvarsson hefur verið vinstri bakvörður hjá FH undanfarin ár og Hjörtur Logi mun keppa við hann um sæti í byrjunarliðinu.

„Böddi hefur verið hrikalega öflugur og það verður samkeppni. Það er fínt. Það er gott að hafa marga góða leikmenn að berjast um stöður. Það er þannig hjá flestum góðum liðum,"

Hjörtur Logi vann nokkra titla með FH áður en hann fór út í atvinnumennsku. FH hefur náð í marga titla undanfarin ár en í sumar tókst liðinu ekki að vinna titil.

„Það er óvanalegt hjá FH að ná ekki neinum titli. Ég fylgist vel með FH og var pirraður þegar liðið var ekki að vinna leiki. Við stefnum á að taka titilinn á næsta tímabili eins og alltaf," sagði HJörtur Logi.
Athugasemdir
banner
banner
banner