Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
   mið 07. febrúar 2018 17:31
Elvar Geir Magnússon
Gummi Kalli: Sé alls ekki eftir því að hafa farið í FH
Guðmundur Karl er kominn í Fjölni á nýjan leik.
Guðmundur Karl er kominn í Fjölni á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að þetta sé nokkuð góður tími til að koma aftur í voginn og ég er ánægður með það," sagði Guðmundur Karl Guðmundsson eftir að hann skrifaði undir samning við Fjölni í dag.

Guðmundur Karl er kominn aftur í Grafarvoginn eftir að hafa leikið með FH á síðasta tímabili. Hann sér ekki eftir að hafa spilað með FH í fyrra þrátt fyrir að gengi liðsins hafi verið undir væntingum.

„Þetta var mjög mikill skóli fyrir mig ég hafði mjög gaman að því. Þetta var hrikalega erfitt en mjög skemmtilegur tími. Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið í FH þó að þetta hafi einungis verið þetta eina ár."

„Ég held að ég hafi bætt mig fótboltalega og síðast en ekki síst andlega. Ég var mikið inn og út úr liðinu og ég held að ég komi sterkari til Fjölnis bæði líkamlega og andlega."


Fjölnir endaði í 10. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra en fallbarátta er ekki á dagskrá í Grafarvoginum í sumar.

„Verðum við ekki að reyna að vera aðeins ofar. Ég held að liðið hafi mikla burði til þess. Miðað við það sem maður hefur séð í þessum undirbúningsleikjum núna þá lítur þetta mjög vel út. Það eru margir ungir og ferskir strákar og ég held að ég og Beggi getum báðir styrkt liðið," sagði Guðmundur Karl.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner