Kristinn Steindórsson er kominn heim til Íslands úr atvinnumennskunni en hann skrifaði undir samning við FH í dag.
„Ég komst að samkomulagi við Sundsvall um að ég fengi að fara. Svo hafði FH samband. Ég tel það gott fyrsta skref," segir Kristinn.
„Það var í raun bara FH sem kom til greina. Ég var hjá Óla í Blikum og við unnum vel saman. Það er mikill metnaður hjá FH. Eftir hálfgert vonbrigðatímabil í fyrra vilja þeir koma sér aftur á toppinn og ég vil taka þátt í því."
Kristinn er uppalinn hjá Breiðabliki. Höfðu Blikar samband?
„Ég heyrði aðeins í þeim en það fór ekkert lengra því mér leist vel á þetta hérna og vildi klára það."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir