Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
banner
   mið 07. febrúar 2018 17:24
Elvar Geir Magnússon
Bergsveinn: Átti ekki samleið með Óla Kristjáns
Bergsveinn er mættur aftur í Grafarvoginn.
Bergsveinn er mættur aftur í Grafarvoginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábær tilfinning að vera kominn í gula búninginn aftur. Þeir segja að heima sé best," sagði varnarmaðurinn Bergsveinn Ólafsson við Fótbolta.net eftir að hann gekk til liðs við Fjölni á nýjan leik í dag.

Bergsveinn var ekki inni í myndinni hjá Ólafi Kristjánssyni sem tók við þjálfun FH síðastliðið haust.

„Í stuttu máli má orða það þannig. Við áttum í raun og veru ekki samleið og stundum er það svoleiðis. Sumir þjálfarar fíla suma leikmenn. Það er ekkert persónulegt og ég tek þetta ekki nærri mér. Svona er þetta stundum og þá er frábært að fá þennan pól."

Bergsveinn er uppalinn hjá Fjölni en hann hefur leikið með FH undanfarin tvö ár. „Ég átti mjög góða tíma hjá FH og hef ekkert nema gott að segja um klúbbinn. Það er frábær umgjörð þar og allt starfsfólk í kringum FH er frábært. Ég átti mjög góða tíma þarna og sérstaklega fyrra árið. Það var líka gaman á síðasta ári þó að við höfum ekki gert gott mót."

Fjölnir endaði í 10. sæti í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar en markið er sett hærra í sumar. „Það er þvílíkur uppgangur hjá félaginu. Það eru margir ungir og efnilegir leikmenn að koma upp hjá félaginu og ég ætla að hjálpa Fjölni að taka næsta skref. Ég ætla að vera hluti af þessum uppgangi hjá Fjölni og reyna að miðla eins miklu af mér og ég get. Ég er spenntur að byrja," sagði Bergsveinn.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner