Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
   mið 07. febrúar 2018 17:24
Elvar Geir Magnússon
Bergsveinn: Átti ekki samleið með Óla Kristjáns
Bergsveinn er mættur aftur í Grafarvoginn.
Bergsveinn er mættur aftur í Grafarvoginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábær tilfinning að vera kominn í gula búninginn aftur. Þeir segja að heima sé best," sagði varnarmaðurinn Bergsveinn Ólafsson við Fótbolta.net eftir að hann gekk til liðs við Fjölni á nýjan leik í dag.

Bergsveinn var ekki inni í myndinni hjá Ólafi Kristjánssyni sem tók við þjálfun FH síðastliðið haust.

„Í stuttu máli má orða það þannig. Við áttum í raun og veru ekki samleið og stundum er það svoleiðis. Sumir þjálfarar fíla suma leikmenn. Það er ekkert persónulegt og ég tek þetta ekki nærri mér. Svona er þetta stundum og þá er frábært að fá þennan pól."

Bergsveinn er uppalinn hjá Fjölni en hann hefur leikið með FH undanfarin tvö ár. „Ég átti mjög góða tíma hjá FH og hef ekkert nema gott að segja um klúbbinn. Það er frábær umgjörð þar og allt starfsfólk í kringum FH er frábært. Ég átti mjög góða tíma þarna og sérstaklega fyrra árið. Það var líka gaman á síðasta ári þó að við höfum ekki gert gott mót."

Fjölnir endaði í 10. sæti í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar en markið er sett hærra í sumar. „Það er þvílíkur uppgangur hjá félaginu. Það eru margir ungir og efnilegir leikmenn að koma upp hjá félaginu og ég ætla að hjálpa Fjölni að taka næsta skref. Ég ætla að vera hluti af þessum uppgangi hjá Fjölni og reyna að miðla eins miklu af mér og ég get. Ég er spenntur að byrja," sagði Bergsveinn.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner