Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 07. febrúar 2018 17:24
Elvar Geir Magnússon
Bergsveinn: Átti ekki samleið með Óla Kristjáns
Bergsveinn er mættur aftur í Grafarvoginn.
Bergsveinn er mættur aftur í Grafarvoginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábær tilfinning að vera kominn í gula búninginn aftur. Þeir segja að heima sé best," sagði varnarmaðurinn Bergsveinn Ólafsson við Fótbolta.net eftir að hann gekk til liðs við Fjölni á nýjan leik í dag.

Bergsveinn var ekki inni í myndinni hjá Ólafi Kristjánssyni sem tók við þjálfun FH síðastliðið haust.

„Í stuttu máli má orða það þannig. Við áttum í raun og veru ekki samleið og stundum er það svoleiðis. Sumir þjálfarar fíla suma leikmenn. Það er ekkert persónulegt og ég tek þetta ekki nærri mér. Svona er þetta stundum og þá er frábært að fá þennan pól."

Bergsveinn er uppalinn hjá Fjölni en hann hefur leikið með FH undanfarin tvö ár. „Ég átti mjög góða tíma hjá FH og hef ekkert nema gott að segja um klúbbinn. Það er frábær umgjörð þar og allt starfsfólk í kringum FH er frábært. Ég átti mjög góða tíma þarna og sérstaklega fyrra árið. Það var líka gaman á síðasta ári þó að við höfum ekki gert gott mót."

Fjölnir endaði í 10. sæti í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar en markið er sett hærra í sumar. „Það er þvílíkur uppgangur hjá félaginu. Það eru margir ungir og efnilegir leikmenn að koma upp hjá félaginu og ég ætla að hjálpa Fjölni að taka næsta skref. Ég ætla að vera hluti af þessum uppgangi hjá Fjölni og reyna að miðla eins miklu af mér og ég get. Ég er spenntur að byrja," sagði Bergsveinn.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir