Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 15. ágúst 2014 16:25
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Ársmiðinn bíður eftir mér í Madrid
Leikmaður 16. umferðar - Alvaro Montejo Calleja (Huginn)
Alvaro Montejo Calleja.
Alvaro Montejo Calleja.
Mynd: Úr einkasafni
Mynd: Úr einkasafni
,,Ég var ánægður með leikinn. Þetta var einn besti leikur liðsins á tímabilinu," sagði Alvaro Montejo Calleja við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 16. umferðar í 2. deild karla.

Alvaro skoraði þrennu þegar Huginn sigraði Reyni Sandgerði örugglega 5-1 í vikunni.

Huginn er í 3. sæti í 2. deildinni eftir að hafa verið spáð neðsta sætinu fyrir mót.

,,Við verðum að vera ánægðir með gengi okkar. Ég er metnaðarfullur leikmaður og vil alltaf ná sem lengst. Það verður erfitt að komast upp núna en við viljum komast í sögubækur félagsins með því að enda í einu af fjórum efstu sætunum."

Alvaro kom til Huginn fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með Unión Adarve og Torrejón í C og D-deildinni á Spánni.

,,Ég vildi prófa eitthvað nýtt á fótboltaferlinum og spila fyrir utan Spán. Þetta var frábært tækifæri og ég get bætt ensku kunnáttu mína um leið."

,,Þetta er mikil breyting. Ég er vanur því að búa í madrid þar sem mörg þúsund manns búa en núna er ég í bæ með 700 íbúum. Ég kann mjög vel við það. Það er gott fólk hér og þetta er einn fallegasti staðurinn á Íslandi."

Alvaro er mikill stuðningsmaður spænsku meistaranna í Atletico Madrid.

,,Ársmiðinn minn bíður eftir mér í Madrid. Það verður mjög erfitt að endurtaka leikinn frá því á síðasta tímabili. Það var ótrúlegt. En með þess víkinga í liðinu og þennan þjálfara er allt mögulegt," sagði Alvaro.

Sjá einnig:
Leikmaður 16. umferðar: Almar Daði Jónsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 14. umferðar: Halldór Hilmisson (Grótta)
Leikmaður 13. umferðar: Bjarki Þór Jónasson (Völsungur)
Leikmaður 12. umferðar: Viggó Kristjánsson (Grótta)
Leikmaður 10. umferðar: Jón Gísli Ström (ÍR)
Leikmaður 9. umferðar: Björn Axel Guðjónsson (Njarðvík)
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Jónasson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 7. umferðar: Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð)
Leikmaður 6. umferðar: Atli Haraldsson (Sindri)
Leikmaður 5. umferðar: Hrafn Jónsson (Grótta)
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic (Huginn)
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Athugasemdir
banner
banner
banner