Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 01. júlí 2014 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 2. deild: Rauðhærði Ástralinn bjargaði okkur
Brynjar Jónasson leikmaður 8. umferðar.
Brynjar Jónasson leikmaður 8. umferðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég get ekki sagt að þetta hafi verið okkar besti leikur í sumar. Við hefðum vel getað verið 3-0 undir eftir 15 mínútur en við erum með rauðhærðan Ástrala í markinu sem hélt okkur inn í leiknum. Eftir það vorum við svo nokkurnvegin með undirtökin í leiknum,” sagði Brynjar Jónasson leikmaður Fjarðabyggðar um 3-0 útisigur liðsins á KF í 2.deild karla um síðustu helgi.

Brynjar skoraði tvö mörk í leiknum og er leikmaður 8. umferðar í 2. deildinni

,,Manni finnst alltaf ganga vel þegar maður skorar tvö mörk. Það er gott að hafa menn fyrir aftan sig sem mata mann af færum hvað eftir annað,” sagði Brynjar sem er ánægður með byrjunina hjá Fjarðabyggð. Liðið er í efsta sæti deildarinnar með 19 stig en Fjarðabyggð eru nýliðar í 2.deildinni,

,,Eina sem við sjáum eftir er tapið á móti Aftureldingu. Þar sem við vorum betri aðilinn og hefðum átt að vinna þann leik. Annars erum við búnir að spila góðan fótbolta en getum ennþá gert betur.”

Brynjar gekk í raðir Fjarðabyggðar frá FH í vetur, ásamt tvíbura bróður sínum, Andra. Þriðji FH-ingurinn, Emil Stefánsson gerði einnig vistaskipti yfir í Fjarðabyggð í vetur. Hann sér svo sannarlega ekki eftir þessari ákvörðun,

,,Lífið er eins gott og það verður hérna fyrir austan. Þetta er nánast eins og að vera í sveitinni. Það liggur við að maður vakni með kind hliðin á sér einn daginn. Þetta er ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið. Það er gaman að búa einn og læra að elda sjálfur og sjá um sig. Ekki má gleyma veðrinu sem er alltaf gott hérna.”

Eins og fyrr segir er Fjarðabyggð nýliðar í 2.deildinni. Brynjar segir að liðið geti hiklaust farið upp um deild í sumar. ,,Við erum með marga leikmenn í liðinu okkar sem eru með reynslu á því að vinna titla og fara upp um deildir,” og þar á hann líklega við um varnarmann liðsins, Tommy Nielsen fyrrum leikmann FH í efstu deild. ,,Það sem hefur komið mér mest á óvart er að Tommy geti ennþá staðið í lappirnar,” sagði besti leikmaður 8. umferðar í 2.deild karla, Brynjar Jónasson.

Sjá einnig:
Leikmaður 7. umferðar: Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð)
Leikmaður 6. umferðar: Atli Haraldsson (Sindri)
Leikmaður 5. umferðar: Hrafn Jónsson (Grótta)
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic (Huginn)
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Athugasemdir
banner