Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. júlí 2014 14:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Helvíti sætt að skora á móti þeim
Leikmaður 9. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (Njarðvík)
Björn Axel Guðjónsson.
Björn Axel Guðjónsson.
Mynd: Úr einkasafni
Mynd: Úr einkasafni
,,Þetta var frábært. Þetta var lengi að koma en við erum búnir að spila vel síðustu þrjá leiki og það var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi detta," segir Björn Axel Guðjónsson leikmaður Njarðvíkur en hann er leikmaður 9. umferðar í 2. deild karla.

Njarðvík sigraði Gróttu 4-2 síðastliðið fimmtudagskvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu.

,,Þeir voru að vanmeta okkur eitthvað og við gengum á lagið með því að skora þrjú mörk í fyrri hálfleik. Þeir gerðu þrefalda skiptingu í hálfleik en við skoruðum mark á þá strax í byrjun seinni. Það var eiginlega rothögg. Þeir reyndu að berjast áfram og náðu að skora tvö mörk en þetta var aldrei í hættu."

Njarðvíkingar eru með fjögur stig á botni 2. deildarinnar en Björn Axel segir að meira búi í liðinu.

,,Það var búið að dæma okkur nðiur af einhverjum fjölmiðlum og við vorum hrikalega ósáttir með það. Þessi sigur kom á góðum tíma. Fólk fer kannski að hafa aðeins meiri trú á okkur núna. Ég vil meina að það búi meira í þessu liði og við stefnum á að halda okkur uppi."

,,Við höfum tapað flestum leikjum með einu marki. Einu leikirnir sem við töpuðum sanngjarnt voru á móti Aftureldingu og Fjarðabyggð. Hinir leikirnir hafa verið frekar jafnir."

Björn Axel kom til Njarðvíkinga í vor eftir að hafa verið hjá uppeldisfélagi sínu í Gróttu í vetur.

,,Ég var hjá ÍBV síðasta sumar og fékk ekkert að spila þar. Ég æfði með þeim í vetur og Siggi Raggi reyndi að telja mér trú um að ég myndi spilar þar í sumar. Ég ákvað að söðla um og ákvað að fara aftur heim í Gróttu eftir áramót. Ég var ekki í hóp í fyrstu tveimur leikjunum á tímabilinu og ákvað að skoða önnur lið."

,,Ég hugsaði um Aftureldingu, ÍR og Njarðvík. Ég sá að Patrik Atlason meiddist og ákvað að tjekka á Gumma (Guðmundi Steinarssyni) og athuga hvort þeim vantaði sóknarmann. Síðan kíkti ég á æfingu til þeirra og ákvað að skipta yfir. Þetta gerðist allt á tveimur dögum fyrir lok gluggans,"
sagði Björn sem neitar því ekki að það hafi verið sætt að ná marki gegn gömlu félögunum.

,,Ég viðurkenni að það var helvíti sætt að skora á móti þeim. Það var mjög gaman," sagði Björn Axel að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Jónasson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 7. umferðar: Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð)
Leikmaður 6. umferðar: Atli Haraldsson (Sindri)
Leikmaður 5. umferðar: Hrafn Jónsson (Grótta)
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic (Huginn)
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Athugasemdir
banner
banner
banner