Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. júlí 2014 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 2. deild: Ström-vélin er komin í gang
Leikmaður 10. umferðar - Jón Gísli Ström (ÍR)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
,,Það var ljúft að sjá boltann inni rétt fyrir leikslok," sagði Jón Gísli Ström leikmaður ÍR en hann er leikmaður 10. umferðar í 2. deildar karla.

Hann skoraði bæði mörk ÍR í 2-1 sigri á Ægi á heimavelli. Sigurmark Jóns kom á 88. mínútu.

,,Þetta var nokkuð jafn leikur. Þeir spiluðu ágætlega en við kláruðum þá. Heilt yfir vorum við ekkert spes," sagði Jón Gísli um leikinn sjálfan en ÍR-ingar hafa unnið þrjá leiki í röð núna eftir tvö töp í röð í deildinni.

,,Við þurftum að hysja aðeins upp um okkur og sýna það hversu góðir við erum. Þetta voru því mikilvæg stig og einnig sigurinn gegn Aftureldingu í umferðinni á undan," sagði Ström sem viðurkennir að það hafi verið vanmat fyrir tap leikina gegn Hugin og Sindra.

,,Við höldum stöndum að við séum rosa góðir. En þjálfarnir hafa tekið á því að undanförnu og það gerist ekki fyrir aftur."

Jón Gísli hefur skorað sjö mörk í 2. deildinni í sumar, jafn mörg mörk og hann skoraði í fyrra. Hann segist vera þokkalega sáttur með sína spilamennsku í sumar og segist vera ánægður með markaskorunina hingað til.

,,Það er fínt og það eru fleiri mörk á leiðinni. Ég var búinn að setja mér markmið að skora fleiri mörk en sjö. Það var fyrsta markmiðið mitt í sumar og nú er ég að vinna í því að finna mér nýtt markmið."

,,Þetta var einn af betri leikjunum mínum í sumar. Ég átti einnig fína leiki í bikarnum gegn Leikni og BÍ/Bolungarvík. Það var spilaður meiri fótbolti í þeim leikjum og þá finn ég mig betur," segir Jón Gísli. Markmið ÍR-liðsins er að fara upp um deild og telur hann möguleikana vera góða að ná því markmiði. Liðið er sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 20 stig, jafn mörg stig og Grótta í 3. sætinu.

,,Við þurfum að ná í eins marga punkta og við getum og tryggja okkur upp. Möguleikarnir eru til staðar en þetta er jöfn deild og mörg lið eru að berjast á toppnum."

ÍR-ingar eiga þrjú ferðalög framundan í næstu leikjum. Fyrst fara þeir til Dalvíkur, síðan til Eskifjarðar og að lokum til Húsavíkur.

,,Þetta verða erfðir útileikir en við mætum tvíefldir til leiks. Leikurinn gegn Fjarðabyggð í þar næsta leik verður sex stiga leikur."

Að lokum lá forvitni að heyra söguna á bakvið gælunafnið Ström-vélina.

,,Ég veit nú ekki alveg hver fattaði upp á því. Ætli það hafi ekki verið Elvar Geir. Það eru einhverjir í liðinu farnir að nota þetta og maður verður að taka því. Maður verður að standa undir því nafni og Ström-vélin er því komin í gang," sagði Jón Gísli Ström.

Sjá einnig:
Leikmaður 9. umferðar: Björn Axel Guðjónsson (Njarðvík)
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Jónasson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 7. umferðar: Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð)
Leikmaður 6. umferðar: Atli Haraldsson (Sindri)
Leikmaður 5. umferðar: Hrafn Jónsson (Grótta)
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic (Huginn)
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Athugasemdir
banner
banner