Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 24. júní 2014 07:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Tommy betur fer ekki oft að klobba menn
Andri Þór Magnússon.
Andri Þór Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Austurglugginn - Gunnar
Mynd: Austurglugginn/Gunnar
,,Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið besti leikurinn okkar í sumar," segir Andri Þór Magnússon varnarmaður Fjarðabyggðar um 3-1 sigur liðsins á Gróttu í toppslag í 2. deild karla um síðustu helgi.

Fjarðabyggð sigraði leikinn 3-1 en Andri var eins og klettur í vörninni og er leikmaður 7. umferðar í 2. deildinni.

,,Án þess að reyna að vera eitthvað of hrokafullur en þá finnst mér við ekki ennþá hafa spilað góðar 90 mínútur. Við höfum átt góðar 45 mínútur hér og þar. En við erum nú yfirleitt góðir varnarlega og verjumst hrikalega vel sem lið en það hefur svolítið vantað að klára færin okkar."

Fjarðabyggð skaust með sigrinum á toppinn en liðið er með 17 stig að loknum sjö umferðum.

,,Ég er frekar sáttur með byrjunina fyrir utan skituna gegn Aftureldingu þar sem ég var klaufalegur og gaf víti á 94. mínútu. Í þeim leik hefðum við átt að nýta færin okkar betur. En maður getur lítið kvartað þar sem við erum efstir," sagði Andri sem telur að Fjarðabyggð geti barist um að sæti 1. deild að ári.

,,Við erum klárlega með hópinn til að berjast um annað af þessum 2 sætum sem fara upp, en annars er það bara gamla klisjan og taka einn leik í einu og síðan teljum við bara stigin eftir seinasta leik."

Fjarðabyggð vann 3. deildina í fyrra eftir að hafa fallið hratt niður úr 1. deildinni. Andri Þór hefur leikið lengi með liðinu og hann telur að liðið í dag sé eitt það sterkasta í langan tíma.

,,Við vorum náttúrulega búnir að vera í frjálsu falli síðan 2009 eða þangað til við fórum alveg á botninn og fórum í þriðju deildina. Ég myndi segja að þetta lið í dag væri með betri Fjarðabyggðarliði sem ég hef spilað með. Við erum með réttu blöndu núna, tvo gamla í vörninni, Tommy og Jói (Jóhann Benediktsson), og síðan tiltölulega ungir og hressir strákar í kringum þá. Leikstíllinn er líka aðeins skemmtilegri núna eftir að Binni (Brynjar Þór Gestsson) tók við."

Gamla kempan Tommy Nielsen lék við hlið Andra í hjarta varnarinnar á laugardag en hann er einnig aðstoðarþjálfari hjá Fjarðabyggð.

,,Það er náttúrulega frábært að vera með Tommy í vörninni, og maður verður bara að reyna að læra sem mest af honum á meðan hann spilar með okkur. Hann er sífellt að leiðbeina og kenna mönnum. Það er stundum fáranlegt að fylgjast með manninum taka við háum boltum, drepur hann með einu touchi og klobbar síðan sóknarmanninn með næsta touchi, en sem betur fer gerir hann það ekki of oft," sagði Andri léttur í bragði að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 6. umferðar: Atli Haraldsson (Sindri)
Leikmaður 5. umferðar: Hrafn Jónsson (Grótta)
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic (Huginn)
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Athugasemdir
banner
banner
banner