Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. júní 2014 16:15
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Hefði átt að vera mun þægilegri sigur
Leikmaður 5. umferðar: Hrafn Jónsson (Grótta)
Hrafn Jónsson, leikmaður Gróttu.
Hrafn Jónsson, leikmaður Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrafn Jónsson, hægri bakvörður Gróttu, er leikmaður umferðarinnar í 2. deild eftir að Grótta vann 1-0 útisigur gegn Ægi Þorlákshöfn á laugardaginn.

„Þessi sigur hefði átt að vera mun þægilegri. Við lögðum upp með að halda markinu hreinu og það tókst en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir á köflum," segir Hrafn.

Hrafn var mjög öflugur bæði í vörn og sókn. Ægismenn réðu ekkert við hann sóknarlega þar sem við fórum upp hægra meginn mjög oft og varnarlega hleypti hann engum í gegnum sig.

Bjarni Jakob Gunnarsson skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu.

„Það er vont að vera bara 1-0 yfir en þeir fengu þó engin opin færi, Þetta var nokkuð erfið fæðing og við lentum í því að vera búnir að missa fyrirliðann okkar af velli eftir tíu mínútna leik en mikilvægast er að hafa náð í öll stigin þrjú."

Grótta trónir á toppi 2. deildarinnar án ósigurs, fjórir sigrar og eitt jafntefli.

„Það er ekkert annað í myndinni hjá okkur en að vinna þessa deild. Það var mikilvægast að ná stigunum þremur. Við erum í góðri stöðu en það svíður enn að hafa ekki náð að vinna ÍR í 4. umferð, þar endaði 2-2 eftir að við höfðum komist tveimur mörkum yfir. Það var sex stiga leikur og við hefðum verið í enn betri málum hefðum við náð sigri þar," segir Hrafn Jónsson.

Sjá einnig:
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic (Huginn)
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner