Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. ágúst 2014 13:21
Elvar Geir Magnússon
Wenger: Sláandi fréttir með Pulis
Arsene Wenger og Tony Pulis að störfum.
Arsene Wenger og Tony Pulis að störfum.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger segir það sláandi fréttir að Tony Pulis sé hættur hjá Crystal Palace. Wenger hitti kollega sinn í vikunni og segir engar vísbendingar hafa verið um að hann væri á förum.

Arsenal og Crystal Palace mætast á morgun 16:30 í ensku úrvalsdeildinni.

Pulis náði frábærum árangri með Palace á síðasta tímabili, tók við liðinu í nóvember þegar það var í neðsta sætinu og stýrði því í þægileg mál um miðja deild. Hann var að margra mati stjóri tímabilsins.

Ósætti kom upp milli hans og stjórnarmanna félagsins en Pulis var ósáttur við að loforð um að styrkja leikmannahópinn voru svikin.

„Þetta eru sláandi fréttir og kemur mér algjörlega á óvart. Ég veit ekki hvaða afleiðingar þetta mun hafa. Eina sem ég get sagt er að hann gerði stórmerkilega hluti síðasta tímabil og framkvæmdi kraftaverk," segir Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner