Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
banner
   mán 16. maí 2016 20:04
Arnar Daði Arnarsson
Hemmi spurður um uppleggið: Að senda á samherja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis þurfti að sætta sig við fjórða tapið í röð í fyrstu fjórum umferðum Pepsi-deildarinnar.

Í dag tapaði Fylkir 3-0 gegn ÍBV á heimavelli en liðið var 2-0 undir eftir einungis 8 mínútna leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 ÍBV

„Þetta er fáránleg byrjun í svona mikilvægum leik. Við erum búnir að gíra okkur upp alla vikuna svo færð þú nánast mark úr horni en auðvitað áttum við að vera búnir að bregðast við því og gera betur í því. Þá er það næsta skref og það er að rífa sig upp og síðan kemur skot af löngu færi og þá eru menn steinsofandi."

„Hann fylgir eftir skoti og hann skokkar sá sem sem fylgir eftir, það er ekki eins og hann hafi verið í kappi. Mér fannst það svekkjandi og það var ljótt að sjá það að menn hafi ekki passað betur upp á hvern annan þar," sagði Hermann sem var greinilega allt annað en ánægður með spilamennsku sinna manna í leiknum.

„Eftir það var þetta töluverð brekka. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að við gætum komist inn í leikinn. Við komust ofar á völlinn en þá var einstaklings-aulagangur eitthvað sem menn áttu að læra í 6. flokki eða 5. eða 4. flokki. Móttaka og einfaldar sendingar, þetta var skoppandi á hnjánum eða ökklum og ég veit ekki hvar og hvar."

„Það er erfitt að komast í dauðafæri þegar þú ætlar að nota boltann svona svakalega illa," sagði Hermann, en hvað var upplegg Fylkis í leiknum?

„Þegar þú færð boltann að senda á samherja. Það var byrjunin. Fimm metra sendingar fóru útaf vellinum. Við ætluðum að sækja hratt upp kantana og fá Andrés og Daða, þeir eru með gæðin í það," sagði Hermann sem hélt áfram að tala um upplegg Fylkisliðsins í leiknum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner