Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 16. ágúst 2017 19:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Víkingur Ó. vann ÍBV þrátt fyrir að vera manni færri
Guðmundur Steinn skoraði sigurmarkið.
Guðmundur Steinn skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 0 - 1 Víkingur Ó.
0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('73 )
Rautt spjald:Kwame Quee, Víkingur Ó. ('69)
Lestu nánar um leikinn

Það var einn leikur í Pepsi-deild karla í kvöld. ÍBV fékk Víking Ó. í heimsókn í sannkölluðum fallbaráttuslag.

Það var mikið undir fyrir bæði lið, sérstaklega ÍBV sem var í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Tap myndi setja þá í frekar slæma stöðu hvað varðar fall úr deildinni.

Það vantaði fjörið í fyrri hálfleikinn, en það dró fyrst almennilega til tíðinda á 69. mínútu. Kwame Quee fékk þá beint rautt spjald fyrir tæklingu á Gunnari Heiðari Þorvaldssyni.

Þá héldu flestir líklega að ÍBV myndi vinna, en nei. Tíu leikmenn Ólsara komust yfir fjórum mínútum eftir rauða spjaldið með marki Guðmundar Steins Hafsteinssonar.

Það reyndis sigurmarkið í þessum leik. Víkingur Ó. er í sjöunda sæti með 19 stig, en á meðan eru nýkringdir bikarmeistarar ÍBV í 11. sæti með 13 stig. Þeir eru þremur stigum frá öruggu sæti, en næsta lið, Fjölnir, á leið inni á Vestmannaeyinga.
Athugasemdir
banner