Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. febrúar 2018 23:30
Gunnar Logi Gylfason
Pochettino biðst afsökunar á ummælum sínum
Pochettino sér eftir ummælum sínum
Pochettino sér eftir ummælum sínum
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði á dögunum að völlurinn sem liðið hans spilar á í Rochdale á morgun sé ekki boðlegur.

Í kjölfar þessara ummæla hefur Rochdale, sem situr í neðsta sæti þriðju efstu deildar Englands, eytt hálfri milljón punda í að laga völlinn.

Nú hefur Pochettino beðist afsökunar á ummælum sínum.
„Ég vil biðja fólkið í Rochdale, formanninn og fólkið sem tók ummælum mínum illa afsökunar. Ummæli mín voru fyrst og fremst vegna áhyggja minna af leikmönnum Rochdale, mínum leikmönnum og keppninnar sem allir Englendingar horfa á í sjónvarpinu," sagði argentínski stjórinn.

„Ég var með þjálfarateyminu mínu eftir seinni leikinn gegn Newport og þeir sýndur mér myndir af vellinum í Rochdale eftir leikinn þeirra gegn Millwall og völlurinn var ekki í góðu standi."

„Þegar ég sé myndir og myndbönd af vellinum á heimasíðu Rochdale verð ég að óska þeim til hamingju því þeir lögðu mikla vinnu í að koma vellinum í sem best stand til að spila án meiðslaáhættu," sagði Mauricio Pochettino að lokum.

Rochdale tekur á móti Tottenham annað kvöld í 5.umferð ensku bikarkeppninnar og verður þetta í fyrsta skipti sem úrvalsdeildarlið spilar keppnisleik í Rochdale.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner