Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. apríl 2018 20:42
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Jafnt hjá Brighton og Tottenham
Pascal Gross skoraði mark Brighton úr vítaspyrnu.
Pascal Gross skoraði mark Brighton úr vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Brighton 1 - 1 Tottenham
0-1 Harry Kane ('48 )
1-1 Pascal Gross ('50 , víti)

Eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú ný lokið en þar mættust Brighton og Tottenham.

Staðan var markalaus í hálfleik en Tottenham komst yfir strax í upphafi seinni hálfleiks. Þar var að verki Harry Kane en hann kom boltanum í netið eftir sendingu frá Son Heung-min.

Brighton fór svo í sókn og fékk vítaspyrnu en Serge Aurier braut þá á Jose Izquierdo. Pascal Gross fór á vítapunktinn og skoraði og jafnaði metin. Ekki var meira skorað og 1-1 jafntefli niðurstaðan.

Næsti leikur Brighton er gegn Burnley 28. apríl, næsti leikur Tottenham er undanúrslitaleikur í ensku bikarkeppninni þar sem Manchester United verður mótherjinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner