Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 17. apríl 2018 19:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óttar og Björn Daníel báðir í tapliðum
Óttar Magnús Karlsson.
Óttar Magnús Karlsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Óttar Magnús Karlsson lék síðustu mínúturnar í tapi Trelleborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Trelleborg heimsótti Sundsvall og þurfti að sætta sig við 1-0 tap. Eina mark leiksins gerði Maic Sema, kantmaður Sundsvall, þegar lítið var búið af fyrri hálfleiknum.

Sigurmark Sema kom á 52. mínútu.

Óttar Magnús kom inn á sem varamaður hjá Trelleborg á 78. mínútu en hann er í láni frá norska félaginu Molde.

Óttar hefur byrjað einn af fyrstu fjórum leikjum sænsku úrvalsdeildarinnar, í hinum þremur hefur hann komið inn á sem varamaður, líkt og í kvöld.

Trelleborg er nýliði í úrvalsdeildinni. Eftir fyrstu fjóra leikina er Trelleborg aðeins með eitt stig.

Björn Daníel sneri aftur í hóp en spilaði ekki
Björn Daníel Sverrisson sneri aftur í leikmannahóp AGF frá Árósum eftir að hafa ekki verið í hóp frá 9. mars.

Hann sat þó allan tímann á varamannabekknum þegar AGF tapaði 1-0 fyrir Helsingor.

AGF er öruggt með sæti sitt í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner