Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 17. apríl 2018 21:13
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Þýski bikarinn: Bayern Munchen fór illa með Leverkusen
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen 2-6 Bayern Munchen
0-1 Robert Lewandowski ('3)
0-2 Robert Lewandowski ('9)
1-2 Lars Bender ('16)
1-3 Thomas Muller ('52)
1-4 Thiago Alcantara ('61)
1-5 Thomas Muller ('64)
2-5 Leon Bailey ('72)
2-6 Thomas Muller ('79)

Bayer Leverkusen og Bayern Munchen mættust í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld og þar áttu gestirnir ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér farseðilinn í úrslitin.

Staðan var orðin 0-2 fyrir gestunum eftir 9. mínútur en Robert Lewandowski skoraði mörkin, Lars Bender minnkaði svo muninn á 16. mínútu og staðan var 1-2 í hálfleik.

En á fyrstu 20 mínútum seinni hálfleiks skoruðu gestirnir í Bayern Munchen þrjú mörk og staðan því orðin 1-5. Thomas Muller skoraði tvö þessara marka og Thiago Alcantara eitt þeirra.

Leon Bailey skoraði annað mark heimamanna á 72. mínútu en sjö mínútum síðar skoraði Thomas Muller þriðja markið sitt og sjötta mark Bayern Munchen sem mætir annað hvort Schalke 04 eða Eintracht Frankfurt í úrslitum bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner