Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 17. október 2014 09:00
Magnús Már Einarsson
Morten Stokstad: Rúnar er fyrsti kostur Lilleström
'Í augnablikinu lítur út fyrir að við getum lært mikið af íslenskum fótbolta' segir norski íþróttafréttamaðurinn Morten Stokstad.
'Í augnablikinu lítur út fyrir að við getum lært mikið af íslenskum fótbolta' segir norski íþróttafréttamaðurinn Morten Stokstad.
Mynd: Fótbolti.net
Morten Stokstad, einn þekktasti íþróttfréttamaður Norðmanna, telur að Rúnar Kristinsson sé efstur á óskalista Lilleström til að taka við af Magnus Hauglund sem er að hætta með liðið.

,,Ég held að hann sé fyrsti kostur hjá Lilleström. Hann á í mjög góðu sambandi við Torgeir Bjarmann sem er yfirmaður íþróttamála," sagði Stokstad við Fótbolta.net.

Brian Deane (Sarpsborg), Morten Tandberg (Baerum), Kent Bergersen (aðstoðarþjálfari Álasund) og Arne Erlandsen hafa einnig verið orðaðir við stöðuna en Rúnar þykir líklegastur.

Rúnar spilaði með Lilleström frá 1997 til 2000 og er í gífurlega miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins.

;,Hann á stóran stað í hjarta stuðningsmanna Lilleström. Hann var virkilega góðir þegar hann var í Arasen. Margir stuðningsmenn vilja fá hann sem næta þjálfara. Þeir vona einnig að hann muni taka með sér frábæra íslenska leikmenn til félagsins sem eru í sama gæðaflokki og leikmenn eins og Heiðar Helguson og Björn Bergmann Sigurðarson."

Stokstad er sjálfur stuðningsmaður Lilleström og hann væri til í að sjá Rúnar taka við liðinu.

,,Ég þekki hann ekki mjög vel sem þjálfara en hann væri spennandi kostur. Úrslitin hjá honum hafa verið góð. Hann á sinn stað í sögu Lilleström. Í augnablikinu lítur út fyrir að við getum lært mikið af íslenskum fótbolta. Þess vegna er ég hrifinn af þeirri hugmynd að fá Rúnar Kristinsson sem þjálfara Lilleström fyrir næsta tímabil."
Athugasemdir
banner
banner
banner