Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. maí 2015 13:00
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Pétur Viðars yfirgefur FH í júlí
Pétur Viðarsson.
Pétur Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég mun spila hálft tímabilið," segir miðvörðurinn Pétur Viðarsson í samtali við Fótbolta.net en hann mun yfirgefa FH í sumar og halda í nám í Ástralíu.

„Ég verð farinn í júlí. Þetta var ekki auðvelt en er ekki skyndiákvörðun. Þetta hefur verið langt ferli og mér fannst þetta rétti tíminn. Ég hef átt góðan feril hérna heima og gert mikið með FH sem ég er sáttur við."

Pétur segist ekki ætla að vera með neinar dramatískar yfirlýsingar um að skórnir séu komnir á hilluna.

„Mér fannst kominn tími á næsta skref og svo er aldrei að vita nema maður komi aftur heim og haldi áfram að spila. Í bili verður þetta allavega námið og svo hef ég viljað fara út. Þetta er tveggja ára nám og ég verð 29 ára þegar því lýkir, ef ég kem heim þá get ég alveg ímyndað mér að halda áfram í boltanum." segir Pétur sem er að fara í MBA nám í viðskiptafræði.

„Ég hef haldið þessu fyrir mig, mína nánustu og FH-liðið til að geta einbeitt mér algjörlega að fótboltanum. Maður vissi að þetta myndi spyrjast út en það er allt í góðu."

Pétur hefur leikið í hjarta varnarinnar hjá FH í fyrstu þremur leikjum tímabilsins en liðið hefur sex stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner