Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. nóvember 2015 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky 
Alan Smith: Verður að bjarga Alexis frá sjálfum sér
Alltof duglegur.
Alltof duglegur.
Mynd: Getty Images
Alan Smith, fyrrverandi sóknarmaður Arsenal sem gerði 70 deildarmörk fyrir félagið, vonar að Arsene Wenger hvíli lykilmanninn Alexis Sanchez.

Alexis er gífurlega mikill orkubolti þar sem hann hleypur stanslaust um og er gríðarlega vinnusamur, en hann er byrjaður að sýna þreytueinkenni.

Alexis er búinn að spila átta leiki síðasta mánuðinn og aðeins búinn að skora eitt mark, sem er ekki nálægt því að vera eins mikið og hann gerði í leikjunum fimm þar á undan, þar sem hann setti níu.

„Ég held að Arsene Wenger sé að hugsa um að hvíla Alexis í næsta leik," sagði Smith við Sky Sports.

„Það verður að fara varlega, Alexis veit ekki hvenær hann á að hætta að hlaupa eða æfa. Það verður að bjarga honum frá sjálfum sér því hann gefur of mikið.

„Wenger þarf að fara vel yfir málin, skoða hversu mikið hann er búinn að spila fyrir Síle og taka svo ákvörðun hvort hann verði hvíldur eða ekki á laugardaginn."


Smith viðurkennir þó að það sé erfitt að hvíla svo mikilvægan leikmann, enda taka allir eftir þeim gífurlega krafti sem drífur Sílemanninn áfram.

„Hann er einn af þessum leikmönnum sem smitar samherja sína af leik- og baráttugleði. Hann fyllir samherjana sjálfstrausti með gæðum sínum og liðið spilar öðruvísi án hans, en það má alls ekki ofreyna Alexis því hann verður mun mikilvægari þegar tekur að líða á tímabilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner