Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. maí 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Fögnuðu titlinum en unnu hann ekki
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ótrúleg atburðarás átti sér stað í lokaumferðinni í Íran um helgina. Tractor Sazi gerði 3-3 jafntefli í lokaumferðinni og mikil fagnaðarlæti brutust út í leikslok.

Leikmenn og stuðningsmenn Tractor héldu að titillinn væri í höfn þar sem fréttir bárust af því að keppinautarnir í Sepahan hefðu einnig gert 2-2 jafntefli.

Eftir smá fagnaðarlæti komu hins vegar fréttir af því að Sepahan hefði unnið 2-0 og um leið orðið meistari.

Fagnaðarlætin hættu á stundinni og stuðningsmönnum Tractor var allt annað en skemmt en þeir hentu sætum úr stúkunni og ruslatunnum inn á völlinn.

Árið 1998, fyrir tíma internetsins á Íslandi, lentu FH-ingar í ekki ósvipuðu atviki þegar þeir fögnuðu sæti í úrvalsdeild aðeins of snemma.

Víkingur stal hins vegar sætinu með sigurmarki í Fossvogi á sama tíma og FH-ingar voru að fagna í Hafnarfirði.

Tímavélin: Gleði FH-inga breyttist í sorg eftir sigurmark Víkings
Athugasemdir
banner
banner