Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. október 2014 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Isco: Vonandi verð ég í lykilhlutverki á þessu tímabili
Isco í leik með Real Madrid
Isco í leik með Real Madrid
Mynd: Getty Images
Isco, leikmaður Real Madrid á Spáni, segist vilja stærra hlutverk hjá félaginu og að hann þrái að vera mikilvægur partur liðsins.

Isco gekk til liðs við Real Madrid frá Malaga á 30 milljónir evra á síðasta ári en þrátt fyrir öfluga byrjun í Madríd þá hefur hann ekki fengið mörg tækifæri undir stjórn Carlo Ancelotti.

Isco hefur einungis byrjað þrjá leiki í spænsku deildinni til þessa en hann skoraði meðal annars gegn Levante í gær og stóð sig gríðarlega vel.

,,Ég er enn ungur og á enn eftir að bæta mig mikið. Það kemur með hverri mínútu á vellinum," sagði Isco.

,,Ég er ánægður með tækifærið sem þjálfarinn gaf mér og vonandi verð ég mikilvægur leikmaður liðsins á þessu tímabili," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner