Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. nóvember 2017 15:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chris Coleman ráðinn stjóri Sunderland (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Chris Coleman hefur verið ráðinn nýr stjóri Sunderland í Championship-deildinni. Hann hættir sem landsliðsþjálfari Wales til að taka við starfinu hjá Sunderland.

Coleman hefur skrifað undir tveggja- og hálfs árs samning, en hann tekur við starfinu af Simon Grayson sem var rekinn í lok síðasta mánaðar eftir aðeins 18 leiki í starfi.

Sunderland féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Liðið hefur spilað afar illa á tímabilinu, hefur aðeins unnið einn deildarleik og situr sem fastast á botni Championship.

Coleman er tíundi stjóri Sunderland frá því Roy Keane var látinn fara frá félaginu í desember 2008.

Fyrsti leikur Coleman, sem kom Wales í undanúrslit á EM í fyrra, verður gegn Aston Villa á þriðjudag.



Athugasemdir
banner
banner