Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. janúar 2018 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Ungt lið Gróttu skoraði sex á unga Ólsara
Kristófer Orri gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk.
Kristófer Orri gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Grótta 6 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Sölvi Björnsson ('17, víti)
2-0 Kristófer Orri Pétursson ('20)
3-0 Kristófer Orri Pétursson ('61)
4-0 Kristófer Orri Pétursson ('70)
5-0 Kristófer Orri Pétursson ('74)
6-0 Kristófer Orri Pétursson ('77, víti)

Ungt lið Gróttu fór illa með ungt lið Víkings Ólafsvíkur í B-deild Fótbolta.net mótsins í dag. Leikið var á Seltjarnarnesi.

Sölvi Björnsson kom Gróttu yfir á 17. mínútu úr vítaspyrnu og svo tók hinn 19 ára gamli Kristófer Orri Pétursson við. Hann kom Gróttu í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum hélt Kristófer Orri sýningu, hann skoraði fjögur mörk til viðbótar og var með fimm mörk í þessum leik! Öll fjögur mörk hans í seinni hálfleik komu á 17 mínútna kafla.

Öruggur sigur Gróttu staðreynd og þeir eru með fjögur stig, líkt og Njarðvík í riðli 1 í B-deild. Ólsarar eru án stiga.



Athugasemdir
banner
banner