Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. apríl 2015 13:30
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið vikunnar í enska - Hazard aðalspaðinn
Hazard er í liðinu.
Hazard er í liðinu.
Mynd: Getty Images
Það var mikið um dýrðir í enska boltanum um helgina. Chelsea vann Manchester United og leið liðsins að meistaratitlinum er greið.

Manchester City tók upp á því að vinna fótboltaleik og stuðningsmenn Tottenham gátu brosað og einnig stuðningsmenn Southampton.

Stuðningsmenn Newcastle halda áfram að vera í fýlu.



Í markinu í úrvalsliðinu er Thibaut Courtois sem sýndi aftur sparihliðarnar þegar Chelsea lagði Manchester United. Argentínumaðurinn Pablo Zabaleta var frábær í sigri Manchester City gegn West Ham.

John Stones er í vörninni en spilamennska Everton hefur batnað mikið að undanförnu. Jan Vertonghen átti flottan leik gegn Newcastle og Luke Shaw var flottur í liði Manchester United þrátt yrir ósigur.

Eden Hazars er besti leikmaður tímabilsins og skoraði sigurmarkið gegn Manchester United. Craig Gardner var í banastuði með West Bromwich Albion og Kurt Zouma spilaði vel á miðjunni á laugardag.

Nacer Chadli, Jamie Vardy og Sergio Aguero fá einnig pláss í úrvalsliðinu.

Fyrri úrvalslið í enska boltanum
Athugasemdir
banner
banner
banner